Um mig

Ég heiti Ásdís Inga og er 27 (að verða 28) ára tveggja barna móðir og unnusta

Ég er "diet-culture dropout" á góðri íslensku

Frá því ég var barn hafði ég átt brenglað samband við hreyfingu og mat.
Ég hélt ég gæti aldrei orðið góð í íþróttum og ég vildi aldrei borða fyrir framan aðra.
Mjög ung byrjaði ég að leita leiða til að reyna að létta mig og á nokkrum árum þróaði ég með mér átröskun sem ég hef sigrast á í dag.
Í mörg ár hef ég verið að þróast og mótast sem einstaklingur og þjálfari og ég brenn fyrir það að hjálpa öðrum konum að öðlast frelsi gagnvart mat og losna undan þessari þráhyggju sem fylgir því að vera stöðugt í "átaki".
Hjálpa þeim að setja fókusinn á vellíðan og öðruvísi markmið sem við setjum okkur saman en ekki vera þræll vigtarinnar.
Efla sjálstraust kvenna svo þær geti notið þess að lifa lífinu og lært að meta sjálfan sig.
Einkaþjálfari
Fusion Fitness hóptímakennari