Þig skortir líklega leiðbeiningar og vitneskju um hvað þarf nákvæmlega að gera
Eðlilega, allstaðar er þér sagt að það sé skortur á viljastyrk ef maður heldur ekki út öll þessi "átök" sem maður hefur lagt upp með.
Mig langar að segja þér það hér og nú, þig skortir að öllum líkindum EKKI viljastyrk
Ég var einu sinni föst á þessum stað sjálf, alveg á botninum í brjáluðu niðurrifi yfir því hvers vegna ég gæti ekki bara gert þetta á viljastyrknum
Ég skil þig, mun betur en þú heldur jafnvel. Þegar ég byrjaði fyrst að setja mér markmið þá gekk allt frekar vel. Þegar leið á fór að halla undan fæti og ég var ekki að skilja hvað var að valda.
Eftir mörg ár af allskonar tilraunum og lestri á rannsóknum og fræðsluefni fattaði ég þetta
Kröfurnar sem ég setti á mig í hreyfingu gerðu það að verkum að ég var alltaf að detta inn og út, ég vildi ekki lækka kröfurnar því þá myndi ég ekki sjá neinn "árangur". Það sem hins vegar gerðist var að þegar ég breytti þessu þá hélt ég út hreyfingar rútínu í mörg ár, og hvort heldur þú að skili meiri árangri?
Það er það sama með næringuna, ég hélt alltaf að þetta væri viljastyrkurinn minn sem væri á undanhaldi en ég komst að því að þetta snýst allt um hugarfarið og hvernig við höfum verið prógrammeruð til að hugsa um líkamann okkar og næringu. Það þarf að af-læra og læra upp á nýtt. Og þú getur gert það.
Markmið
Skref fyrir skref. Athugið að þetta eru aðeins sýnishorn en fyrstu blaðsíður bókarinnar sem snúa að markmiðum og framtíðarsýn eru 13 talsins.
Vikan birtist þér á einni blaðsíðu. Efst í hægra horninu sérð þú verkefni vikunnar, þú færð alltaf nýtt verkefni í hverri viku. Við beinum athyglinni að þakklæti og setjum okkur lítil markmið fyrir vikuna sem koma okkur nær stóra markmiðinu.
Í upphafi mánaðar setur þú þér markmið fyrir næstu fjórar vikur. Hvert ætlar þú að beina athyglinni? Hverjar eru áherslur þínar í næringu og hreyfingu og síðast en ekki síst, hvaða verkefni þarf að klára á næstu 4 vikum?
Beinum athyglinni að heilsu
Í upphafi bókarinnar eru tillögur að markmiðum og öll snúa þau að andlegri og líkamlegri heilsu. Þú færð mjög góðar leiðbeiningar sem hjálpa þér að velja markmið sem þú vilt beina athyglinni á. Það sem er mikill kostur við þessa bók er að hún er ekkert að spá í þyngd eða útliti.
Þakklæti er ótrúlega sterk orka og í hverri viku æfir þú þig í að stilla þig inn á þakklæti. Margir segja að þakklæti sé leiðin að hamingjunni og ég er viss um að það sé mikill sannleikur fólgin í því