Skilmálar

Almennt
Break the Circle ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta verði fyrirvaralaust. Þó mun verðið alltaf haldast óbreytt á því tímabili sem þú hefur þegar keypt þér.

Greiðslur
Í boði er að greiða með millifærslu, netgíró, debet eða kreditkorti.
Greiðsluseðlar eru sendir út fyrir næstu greiðslur.


Skuldbinding
Þú ert skuldbundin/n í þann tíma sem námskeið stendur yfir

Trúnaður
Break the Circle ehf. heitir viðskiptavini fullum trúnaði á upplýsingum sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá viðskiptavini verða aldrei afhentar þriðja aðila.

Endurgreiðslur
Ekki er endurgreitt fyrir viðskipti á námskeiðum eða annarri þjónustu sem Break the Circle ehf. býður upp á. 
Í sérstökum tilvikum er hægt að gefa færi á því að eiga inni þá þjónustu sem viðkomandi hefur skráð sig í ef að minna en vika er liðin frá því að tímabilið hófst eða sérstakar aðstæður koma upp á. 

Líkamlegt og andlegt ástand
Viðskiptavinur æfir á sinni eigin ábyrgð. Honum er skylt að ráðfæra sig við lækni  eða annan fagaðila áður en hann hefur námskeið/þjálfun ef ástæða er til. Ef upp koma veikindi eða meiðsli á meðan námskeið/þjálfun stendur er viðskiptavini einnig skylt að ráðfæra sig við lækni.
Break the Circle ehf. er ekki á neinn hátt bótaskylt komi til meiðsla, veikinda eða andláts.

Ef grunur liggur um átröskun eða skyldar raskanir ber viðskiptavin skylda til þess að láta vita og fá aðstoð við það að leita hjálp fagaðila

Rauðir dagar 
Break the Circle ehf. áskilur sér rétt til þess að hafa lokað á rauðum dögum.