Ég kláraði heilan dúnk af kökudeigi, þessu í brúnu dúnkunum frá 17 sortum - minn "go-to" binge matur á þeim tíma.
Mér leið svo ILLA, mér fannst ég skítug og mér leið hræðilega í líkamanum.
Þá kikkaði samviskubitið inn
Hversu mikið af kaloríum var ég að innbyrgða?
Gæti ég kannski fastað í sólahring og núllað þetta út?
Það var þetta kvöld sem ég lá í sófanum og fékk yfirþyrmandi öldu af vonleysi yfir mig og hugsaði með mér
"hvað ertu að gera Ásdís? Er þetta það sem þú vilt?"
Hvað hafði komið mér á þennan stað þar sem ég borðaði heilan dúnk af kökudeigi, var að drepast í maganum og var enn og aftur að plana hvernig ég gæti "náð þessu af mér"?
Svo daginn eftir ákvað ég að taka mig saman í andlitinu og fór á djús kúr
Fyrsta daginn gekk mjög vel, annan daginn gekk mjög vel.
Ég léttist aðeins og var ótrúlega jákvæð með framhaldið!
Eeeen... svo tók ég annað binge
Og vítahringurinn hélt áfram
Og í þessum vítahring var ég föst í mörg ár.
Endalaust að telja kaloríur
Setja inn kaloríur í símann
Hversu margar kaloríur þurfti ég til að léttast?
Ég var stöðugt að hugsa hvernig ég gæti náð stjórn á þessum aðstæðum.
Ég laumaði mat heim og binge-aði í laumi þegar enginn var heima. Beið eftir að allir færu út svo ég gæti verið ein án þess að vera kvíðin yfir því að einhver myndi standa mig að verki.
Ég varð félagslega einangruð því mér leið eins og ég gæti ekki farið og hitt annað fólk, endalaust af minningum og tækifærum sem runnu úr greipum mér vegna þess að mér leið svo illa með sjálfan mig.
Ég prófaði ALLT
Svo loksins eftir öll þessi ár af sama vítahringnum er ég LOKSINS á þeim stað að mér líkar það sem ég sé í speglinum, ég er frjáls og get borðað allt sem mig langar í (íhófi).
Ég á kökudeig til inn í ísskáp núna og ég er sallaróleg yfir því.
Besta við allt er að mér líður loksins eins og ég hafi fengið lífið mitt aftur.
Öll mín orka fór í að plana næsta diet - næsta binge eða hvernig ég myndi ná að fela það sem ég var að gera, passa að enginn kæmist að neinu.
Og núna get ég notað þá orku í það sem skiptir mig máli.
Og það besta, hjálpa öðrum konum að ná sama árangri og ég hef gert
En er MASTERCLASS námskeiðið fyrir mig?
Góð spurning...yfirleitt snúum við spurningunni við
"Ert þú rétta mannsekjan sem við ættum að taka inn á Masterclass námskeiðið"?
Vegna þess að Masterclass námskeiðið er alls ekki fyrir hvern sem er...
Masterclass er EKKI fyrir þig ef..
Þegar ég skráði mig á námskeiðið var ég mest hrædd um að þetta yrði eins og önnur námskeið sem ég hef farið á. Byrjar með háleitum markmiðum sem endast ekki.
-
En þetta námskeið kom mér svo sannarlega á óvart! Svo mikil virðing. Virðing í öllu sem að kemur frá Ásdísi og hún hjálpar okkur að læra að bera virðingu fyrir okkar eigin líkama. Ég held að það sé lykillinn að finna réttan hvata fyrir öllu sem við gerum í lífinu og þetta námskeið hjálpar klárlega með það.
-
Að vinna gegn eigin fordómum gagnvart sjálfum sér er svo mikilvægt og að læra að slaka á svipunni. Að læra að elska líkamann fyrir það sem hann er hverju sinni því að þá erum við líklegri til að hugsa vel um hann og næra og hreyfa eftir þörfum. Þetta er ekki önnur skyndilausnin heldur er þetta lífstílsbreyting!
-
Takk fyrir mig elsku Ásdís, þú veist ekki hvað þetta námskeið hefur gert mikið fyrir mig!
Bjarklind Björk- Hvert ferðalag er einstakt
Ég á semsagt afmæli í dag og í undirbúningi keypti ég auðvitað allt sem mér finnst gott.
Snakk, ost og kex, súkkulaði etc. Vildi heimabakaða pizzu í matinn þar sem við erum að reyna að hlýða Víði og allt það og fórum ekki út að borða né héldum neina veislu. Bökuðum svo líka cupcakes. Ég ætlaði sko aldeilis að borða þetta allt í dag!
Fékk mér eina cupcake í dag og svo pizzuna í kvöldmatinn (fékk mér líka morgun og hádegismat btw, það var bara basic matur) og mig LANGAR EKKI í meira. Þannig að nammið, snakkið, kexið og osturinn, ásamt restin af cupcakes bíður betri tíma
Reminder to self fyrir næsta afmæli:
Ekki kaupa einsog þú ætlir að binge-a, þú ert ekki þar lengur.
Sædís Karen - Hvert ferðalag er einstakt
Fyrir þær sem skrá sig núna
Það sem matarfrelsi og jákvæð líkamsímynd hafa gefið mér er svo dýrmætt.
Ég get notið lífsins án þess að þráhyggju hugsanir um mat eða kaloríur taki allt plássið í heilanum. Ég er sátt við mig, í mínum líkama. Ég hef fundið hreyfingu sem mér finnst skemmtileg og nýt þess að stunda hana.
Hreyfingin mín hefur ekkert með það að gera hvernig ég lít út heldur er markmiðið að bæta mig og heilsuna. Ég borða eftir mínu eigin innsæi og treysti líkamanum mínum en ekki klukku, matarplani eða appi.
Að vera frjáls úr viðjum megrunarkúlturs, endalausra átaka, sjálfsniðurrifs og neikvæðra hugsana er ómetanlegt. Ég óska þess að allir aðrir upplifi þessa frelsistilfinningu.
Þorbjörg - Íþróttakona