Næsti hópur hefst 12.október

00
:
00
:
00
:
00

Stöðugt samviskubit?
Enginn "sjálfsagi"?

Frítt efni

5 daga áskorun

Fyrirlestur - jákvæð líkamsímynd

Frí vefbók um Masterclass

Masterclass

Ég hjálpa þér að skilja hversvegna þetta hefur ekkert að gera með sjálfsstjórn og hvernig þú getur öðlast frelsi í kringum allan mat

MASTERCLASS er 12 vikna námskeið þar sem þú ferð úr því að vera með sífellt samviskubit yfir öllu sem þú borðar yfir í það að þekkja þinn líkama og hlusta á hann.

Og það besta við þetta er: þetta virkar fyrir allar konur


Þetta er EKKI megrunarprógram

Þetta er EKKI töfralausn

Þér getur EKKI mistekist


VIÐVÖRUN

MASTERCLASS er ekki týpísk „fjarþjálfun“

Þú ert ekki mæld
Þú getur ekki með nokkru móti farið "út af sporinu"
Þér er ekki bannað að borða neitt

Masterclass er þitt síðasta stoppÞetta námskeið er að fara fram úr mínum björtustu vonum! Er svo glöð að hafa farið í þetta prógram. Viðurkenni að ég var mjög efins að mér myndi einhvertíman líða svona gagnvart mat eða líkamanum mínum. Ég óska þess að allar konur komi til þín því þetta er án efa sú besta fjárfesting sem ég hef gefið sjálfri mér.

Anna Lovísa - fyrrum fitnesskeppandi


Það sem matarfrelsi og jákvæð líkamsímynd hafa gefið mér er svo dýrmætt.
Ég get notið lífsins án þess að þráhyggju hugsanir um mat eða kaloríur taki allt plássið í heilanum. Ég er sátt við mig, í mínum líkama. Ég hef fundið hreyfingu sem mér finnst skemmtileg og nýt þess að stunda hana.
Hreyfingin mín hefur ekkert með það að gera hvernig ég lít út heldur er markmiðið að bæta mig og heilsuna. Ég borða eftir mínu eigin innsæi og treysti líkamanum mínum en ekki klukku, matarplani eða appi.
Að vera frjáls úr viðjum megrunarkúlturs, endalausra átaka, sjálfsniðurrifs og neikvæðra hugsana er ómetanlegt. Ég óska þess að allir aðrir upplifi þessa frelsistilfinningu.

Þorbjörg Matthíasdóttir - Kraftlyftingakona


Hvað ef?

Hvað ef þú gætir farið í gegnum daginn án þess að berja þig niður fyrir það sem þú borðaðir?

Hvað ef þér myndi líka það sem þú sæir í speglinum?

Hvað ef þú myndir nýta allan þann tíma sem fer í að spá í kaloríum og vigtinni í aðra mikilvægari hluti?

Þetta er það sem MASTERCLASS getur gert fyrir þig!

Masterclass er hluti af byltingu sem ætlar að gera öllum konum kleift að elska sjálfan sig og lifa sínu besta lífi. Masterclass leiðir þig skref fyrir skref í gegnum 12 vikur svo að þér geti hætt að líða eins og klikkhaus í kringum mat!

Skrefin 3

Skref 1

Sleppa tökunum á "diet culture"

Skref 2

Afnema öll boð og bönn

Skref 3

Bæta líkamsímyndina

Þetta leit ekki vel út

Allt frá því ég var lítil stelpa vissi ég að líkaminn minn var ekki nóg, hann fyllti ekki upp í þessa standarda. Ég á minningar af mér í yngstu bekkjum grunnskóla á leið heim úr skólanum að borða heilan cheerios pakka ein inni í eldhúsi vegna þess að ég vildi ekki að neinn sæi mig borða í skólanum. Þar byrjuðu mín átköst.

Sem betur fer átti ég frábæra foreldra sem niðurlægðu mig aldrei og dæmdu mig aldrei eftir útliti. Ég mátti bara vera ég sjálf, klæða mig eins og ég vildi og ég fékk allan þeirra stuðning. En það dugði ekki til.

Mér var strítt í svo mörg ár fyrir það að vera feit að ég man ekki einu sinni hversu lengi. Ég bað Guð á kvöldin að láta mig vakna mjóa því mig langaði svo til þess að passa inn í hópinn og vera eins og hinir. Meira að segja íþróttakennarinn hafði ekki mikla trú á mér, af því ég var feit.

En sem betur fer í dag, þá veit ég betur og ég horfi til baka og langar bara að knúsa litlu Ásdísi. Niðurstöðurnar eftir þessa æsku var brotin líkamsímynd og ótrúlega brenglað samband við mat. Ég byrjaði mjög ung að reyna að létta mig og ég hef verið „on – and off“ í því síðan. Yoyo-að upp og niður um allskonar kíló, alltaf í leit að hamingjunni sem ég fann aldrei. Það endaði með því að ég þróaði með mér búlimíu og varð mjög veik af henni.

Og veistu hvað?

Ég fékk svona „aha“ móment þegar ég var í bataferli frá búlimíunni. Ég hélt ég þyrfti bara að sýna meiri viljastyrk til þess að sigra búlimíuna og vera mjó. En nei, ég komst að ótrúlega töfrandi hlutum. Hlutum, staðreyndum úr heimi læknavísindanna sem ég hafði ekki hugmynd um. Ég kynntist matarfrelsi. MATARFRELSI, ég hló!
Ég gæti sko ekki verið í neinu svoleiðis. Ég væri með mat á heilanum og líklegast sykurfíkill.

Ooooboy…little did i know! Og í dag hjálpa ég konum að öðlast matarfrelsi með „roadmap-i“ sem ég bjó til frá A-Ö eftir mitt ferðalag.

Ég kynni nýja tíma!

Ef þú vilt segja skilið við stressið sem fylgir því að vera stöðugt í nýju „átaki“ fylgdu þá þessum þremur skrefum

Skref #1: Taktu ákvörðun um að breyta til. Skráðu þig á Masterclass námskeiðið.

Skref #2: Byrjaðu strax, hlustaðu á fyrirlestrana og náðu í verkefnaheftið

Skref #3: Sjáðu sigrana hjá öllum hinum konunum í grúppunni (samfélaginu okkar) og láttu það hvetja þig áfram

Ekki hafa áhyggjur þó að þú hafir aldrei heyrt um þetta áður!

Mundu bara söguna mína hér að ofan

Svona get ég hjálpað þér

12 vikna MASTERCLASS

Mánaðarleg áskrift

Áskrift sem veitir þér aðgang að mánaðarlegu efni tengdu heilbrigðu sambandi við mat og jákvæðri líkamsímynd

FRÍTT
Grúppa, vefbók og podcast

Break the Circle podcastið er að finna á iphone appinu og Spotify

Vondu fréttirnar eru þessar

Masterclass er EKKI fyrir alla

Það er EKKI fyrir konur sem eru ekki tilbúnar í breytingar

Það er EKKI fyrir konur sem nenna ekki að vinna vinnuna

Það er EKKI fyrir konur sem eru að leita að næsta kúr

Sorry guys!

Góðu fréttirnar eru

ÞETTA ER SÉRSTAKLEGA HANNAÐ FYRIR

Konur sem eru komnar með ÓGEÐ af..

Því að vera stöðugt að telja ofan í sig mat

Því að setja lífið á stopp ÞANGAÐ TIL þær léttast

Því að vera alltaf óánægðar með útlit sitt sama hvað

Ég vil ekki, alls ekki!

Að þér líði ömurlega, eins og lífið sé yfirþyrmandi og allt sé vonlaust.

EN! Fyrir tilkomu Masterclass námskeiðsins, þarftu ALDREI aftur að byrja í „nýju átaki“

Never ever ever ever…

Ég og þú eigum líklega margt sameiginlegt

Líf mitt snérist um að finna þessa lausn við öllum mínum vandamálum. Lausnina sem myndi gefa mér mína draumatölu á vigtinni!

Vandamálið var bara að ég náði aldrei að halda því af og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara (kannski eins og þú?)

En ég vissi að ég vildi ekki lifa svona lífi. Svo ég átti engra kosta völ. Ég þurfti bara að „af-læra“ allt sem ég hafði lært og læra allt upp á nýtt.

Ég man það svo skýrt hversu erfitt þetta var í byrjun. Og ég vil ekki að þú upplifir þessar endalausu svefnlausu nætur sem ég átti því ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.

Mér leið ömurlega og þetta var svo yfirþyrmandi á þeim tímum.Hvernig virkar þetta?

Þegar námskeið hefst færð þú tölvupóst með upplýsingum varðandi námskeiðið og hvernig þú skráir þig inn á innra netið. Allir fyrirlestrar eru hýstir á innra netinu.

Á innra netinu byrjar þú strax á því að hlusta á skilaboð frá mér ásamt því að sækja verkefnaheftið. Innra netið er mjög vel uppsett og leiðir þig í gegnum hvert skref.

Þú sækir um aðgang í grúppuna okkar. Hún er samfélagið sem við byggjum upp saman í kringum þessa hreyfingu. Þar inni gerast magnaðir hlutir, það er okkar "save zone" til að spjalla saman og deila með hvor annari.

Einu sinni í mánuði er ég live á facebook grúppunni. Þar er ég með live fyrirlestur og q&a. Á þennan hátt getið þið verið í persónulegu sambandi við mig mánaðarlega. Einnig er alltaf spennandi og veglegt "dekur-give away".


Skila ég mælingum og fæ ég matarplan?

Ég segi engum hvernig á að borða enda tel ég það ekki vera í mínum verkahring. En ég gef þér verkfæri til þess að losna undan þeirri pressu að þurfa að borða eftir ákveðnu matarplani. Ég bið þig ekki um að mæla eitt né neitt.

En ég þarf að léttast fyrir heilsuna, get ég ekki gert það líka?

Þú færð svona "aha" móment þegar þú byrjar á námskeiðinu og áttar þig á því hvað ég meina með því að heilsa er ekki ein stærð. Þyngdin þín skiptir ekki máli á þessu námskeiði við erum að vinna með hausinn.

Hvað ef ég klára ekki námskeiðið á réttum tíma?

Námskeiðið er 12 vikur en þú færð samt sem áður nægan tíma til þess að klára. Það gerir ekkert til þó að þú sért "eftirá"

Leið 1

Allt innihald námskeiðsins, aðgangur að grúppunni og "group Zoom call's"
16.900.- per mán

Leið 2

Allt sem fylgir skráningarleið 1 og að auki 1-2 zoom einkaviðtöl með Ásdísi í mánuði
29.900.- per mán

Þetta er 12 vikna ferli fyrir konur sem eru komnar með alveg nóg af því að vera sífellt í leit að næsta sniðuga kúr eða "átaki".
Fyrir konur sem vilja eyða orkunni sinni í eitthvað mikilvægara en að vera stöðugt að reyna að minnka líkamann sinn í leit að hamingjunni.
Þetta er ekki þessi týpíska fjarþjálfun þar sem þú færð í hendurnar æfingaprógram, matarprógram og ég heyri svo í þér hvernig gengur.
Þetta er miklu dýpra en það.

Þú greiðir fyrsta hluta við skráningu og svo verða sendir út greiðsluseðlar mánaðarlega eftir það (3 mán total)
Eftir skráningu færð þú sendan tölvupóst sem hjálpar þér að búa til aðgang að innri vefnum og getur hafist handa strax

Stundum þarf að vinna með erfiða og óþægilega hluti.
En þannig náum við árangri, þannig getum við vaxið og þróast

Ég elska að hjálpa konum í gegnum þetta ferðalag og sjá þær uppskera hamingju og frelsi.


Ég er að leita að konum sem eru tilbúnar í þetta ferli.


Konum sem eru með hugrekkið til þess að fara á móti straumnum og læra að elska þennan einstaka líkama sem þær eiga.
Bera virðingu fyrir honum og hlusta á það sem hann er að reyna að segja okkur.

Ég er að leita að konum sem eru opnar fyrir því að læra nýja hluti og sjá að heilsa er ekki tala á vigt.

Sýnishorn

Verkefnahefti sýnishorn

Fyrstu vikurnar af break the circle námskeiðinu voru vægast sagt spennandi. Svo ofsalega peppandi líka að hafa hóp af konum sem eru að vinna sömu vinnuna á vettvangi þar sem þær geta deilt reynslu og ferlinu, og að hafa Ásdísi alltaf innan handar ef eitthvað er. Viðurkenni að þessi vinna getur verið krefjandi en kennir manni svo ótrúlega margt. Það er svo gott þegar maður áttar sig á mynstrinu sínu og getur byrjað að vinna vinnuna í átt að heilbrigðari lífi,heilbrigðara sambandi við mat og ná að komast í betra samaband við líkamann.
Bara það að hafa verið í 2 vikur ekki með nein boð og bönn hefur gert það að verkum að ég borða mun hollari mat
og get stoppað mig af líka !
Ég get fengið mér einn súkkulaði mola og sagt það gott"

Elsa Hrönn

 

Það er snúður inni í eldhúsi. Borða hann kannski á eftir, kannski ekki. Ég er ekki að stressa mig eitthvað mikið á því. Þetta er bara snúður. Ég er að kynnast tilfinningunni að mega allt. Það er frelsandi. Þegar það má allt, þá er ekkert ónýtt, það er bara og það er frelsandi

Anna

 

Ég er svo þakklát fyrir þetta námskeið það er búið að koma mér svo langt í þessari hugsun um mat sem næringu en ekki verðlaun eða refsingu og ég er farin að njóta hans.

Nemandi á Masterclass