Kjarnahugsanir - hverju trúir þú í þínum kjarna um sjálfan þig?
Sykurstjórnleysið - öll leyndarmálin upplýst
Matarreglur - hvað er "fuck it" effect?
Næring - það sem þú ÞARFT að vita
Triggerar - hvað er það sem kyndir undir sykurþörfinni?
System - besta uppskriftin
Sjálfsmat - afhverju skiptir það máli?
Fyrir topp árangur
Kjarnahugsanir - byggðu nýjar og jákvæðar kjarnahugsanir
Afnemum allar reglur - hvernig hjálpar það samt?
Dagbókarformúlan
Byggðu upp samfélagsmiðlana þína
Lærðu inn á þína triggera
Byggjum sterka sjálfsmynd og byggjum system fyrir framhaldið
Áskorun að verðmæti 9.900 kr.-
sem fleytir þér enn lengra
Að verðmæti 3.900 kr.-
Gullfalleg 99 bls útprentanleg skipulags dagbók. Engin venjuleg dagbók, hún leiðir þig skref fyrir skref í gegnum markmiðasetningu í hverjum mánuði. Og það sem er svo töfrandi við akkúrat þessa skipulagsdagbók að það fær ENGIN vigt að taka pláss í henni.
Vandamálið er að..
Þú hefur reynt að lifa sykurlausum lífsstíl með þeim afleiðingum að þú endar hálf meðvitundarlaus með hausinn ofan í nammiskúffunni
Þú ætlar að byrja í nýju "átaki" en það endist aldrei nema stutt í einu. Og endar oftast með allsherjar nammi veislu.
Þú skammast þin fyrir það að geta ekki bara haft viljastyrkinn til þess að halda þetta út og berð þig saman við aðra
Þú færð samviskubit þegar þú borðar sykur og nýtur þess ekki til fullnustu
Hæ, ég heiti Ásdís.
Ég hef verið í megrun, í átaki eða á einhverjum kúr frá því ég var lítil stelpa.
Fyrst þegar ég reyndi að hætta að borða sykur þá mistókst það herfilega.
Ég gerði mitt besta en það hellti olíu á eldinn.
Djúskúr til þess að "hreinsa" systemið eða að hætta algjörlega að borða öll kolvetni var bara ekki að virka fyrir mig og ég fann þessa sykurlöngun bara magnast.
Mitt tilvik gekk mjög langt, ég þróaði með mér átröskun. En það var á mínum lægsta botni sem ég fann lausnina.
Ég var bara að leita á netinu eftir sem áður að hinni einu sönnu lausn þegar að ég byrjaði að lesa póst frá konu sem hafði farið í gegnum svipað og ég. Mér fannst nálgunin hennar algjörlega fráleit en ég hafði engu að tapa svo ég lét slag standa.
Síðan þá hef ég verið algjörlega frjáls í kringum sykur, og í raun allan mat.
Finnur þú þig oft í ofáti eða jafnvel binge-áti?
Binge eating átti líf mitt í mörg ár
Ég bókstaflega fór í ruslið og náði í mat sem ég hafði nú þegar hent vegna þess að ég treysti mér ekki til þess að vera í kringum hann.
Áður en ég fattaði hvað var raunverulega í gangi og fór að rót vandans þá eyddi ég mest öllum tímanum mínum í að annahvort „vera dugleg“eða „hafa sjálfsaga“ í kringum mat.
Ég fann mig reglulega með hausinn ofan í nammiskúffunni að gefa sjálfri mér það loforð í 100x skipti að ég ætlaði að vera dugleg og byrja aftur að vera „dugleg“ á morgun
Á þessum tímum í mínu lífi var það alls ekki óalgengt að ég væri það södd og VEIK af ofáti/bingeing að ég gat varla staðið upp úr sófanum,og alls ekki farið og hitt vini mína eða gera nokkurn skapaðan hlut annan en að liggja bara í sófanum.
Ég reyndi allt til að stoppa þennan vítahring. Ég hélt ég væri bara matarfíkill (sem er btw ekki fræðilegt term). Ég googlaði hvernig ég gæti dáleitt mig til þess að hætta, ég lærði eitthvað sem kallast „tapping“ en allt til einskis, ég hélt áfram sama vítahringnum.
Flest sem ég prófaði til þess að losna undan þessu vildi meina að binge eating kæmi til vegna áfalla í æsku eða væri bara slæmur ávani. Og vildu þar af leiðandi að ég myndi bara laga undirliggjandi sálræn vandamál og þá myndi ég vera læknuð.
Það var ekki fyrr en ári seinna sem ég komst að því að þetta væru viðbrögð líkamans eftir áralanga reynslu af „diets“, kúrum, „átökum“whatever you wanna call it.
Ég var búinn að svipta líkamann eðlilegri hitaeininga inntökuí svo mörg ár – og þetta var útkoman.
Sátt með sjálfan mig og - alls ekki svona mjó?
Það var ekki neitt heilsusamlegt við þennan stað sem ég var á. Og á endanum fór líkaminn að streitast á móti þessu svelti. Og ég hélt áfram að binge-a.
Mitt gekk svo langt að ég þróaði með mér búlimíu, og var veik af búlimíu í of langan tíma.
Í DAG hef ég ekki tekið "binge" eða dottið í mikið ofát í mörg ár
Mér hefði aldrei órað fyrir því að þetta væri hægt.
Það tekur líkamann tíma að treysta því upp á nýtt að næg orka sé í boði alltaf, alla daga. En þegar hann kemst í jafnvægi.
Við erum öll mismunandi einstaklingar. Sumir eru grannvaxnir, aðrir eru þéttvaxnir, sumir eru hávaxnir, aðrir lágvaxnir. Við eigum ekki að vera öll í sama forminu.
Varstu að vonast til þess að ég væri að bjóða enn aðra töfralausnina til þess að lifa sykurlausum lífsstíl og GRENNAST?
Ég skil það vel, dæmi þig ekki. En hversu oft hefur þú prófað einmitt akkúrat þá leið?
Hversu oft ætlar þú að prófa þá leið til þess eins að finna þig svo aftur á sama stað?
Þú getur horft á þetta svona:
Þú ert með pendúl, þú togar hann lengst til hægri - þá fer hann líka lengst til vinstri.
Minn pendúll var LENGST til hægri í öfgunum, svo hann fór líka LENGST til vinstri í bataferlinu.