Ert þú sykurfíkill?

  SCROLL DOWN

Uppgötvaðu sannleikann á bakvið sykurfíkn

Ætlar þú að halda áfram á sömu braut eða kynnast nýrri nálgun til breytinga?

Vandamálið er að..

 

Þú hefur reynt að lifa sykurlausum lífsstíl með þeim afleiðingum að þú endar hálf meðvitundarlaus með hausinn ofan í nammiskúffunni

 

Þú ætlar að byrja í nýju "átaki" en það endist aldrei nema stutt í einu. Og endar oftast með alsherjar nammi veislu.

 

Þú skammast þin fyrir það að geta ekki bara haft viljastyrkinn til þess að halda þetta út og berð þig saman við aðra

 

Þú færð samviskubit þegar þú borðar sykur og nýtur þess ekki til fullnustu

 

Þú hefur reynt margar leiðir til að losna undan sykurfíkninni en það gerði einungis illt verra!!

Ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og þú. Mér fannst ég vera á botninum.

 

Ég skil þig, ég hef verið í þessum sporum

Ég prófaði djúskúr, allskonar töflur, las allskyns bækur og eyddi pening í þjálfara sem áttu að hjálpa mér að losna undan þessu.

En allt kom fyrir ekki, þetta bara ágerðist.

 

Ég eyddi öllum sunnudagskvöldum á google að leita að svörum. Afhverju var ég svona?

 

Algjörlega vonlaus á botninum uppgötvaði ég leyndarmálið  

Ég átti að vera að gera eitthvað allt annað en ég hafði verið að gera.

Og loksins náði ég að sigrast á þessu eftir allan sársaukann sem þetta hafði valdið mér.

Þetta virkaði fyrir mig, heimsins mesta nammi binge-eater og það gaf mér brennandi löngun til þess að hjálpa öðrum að upplifa þetta frelsi.

 
 

Nú vil ég hjálpa öðrum að gera það sama

Hæ, ég heiti Ásdís Inga.

Ég hef verið í megrun, í átaki eða á einhverjum kúr frá því ég var lítil stelpa. Fyrst þegar ég reyndi að hætta að borða sykur þá mistókst það herfilega. Ég gerði mitt besta en það hellti olíu á eldinn.

Djúskúr til þess að "hreinsa" systemið eða að hætta algjörlega að borða öll kolvetni var bara ekki að virka fyrir mig og ég fann þessa sykurlöngun bara magnast. Mitt tilvik gekk mjög langt, ég þróaði með mér átröskun. En það var á mínum lægsta botni sem ég fann lausnina.

Ég var bara að leita á netinu eftir sem áður að hinni einu sönnu lausn þegar að ég byrjaði að lesa póst frá konu sem hafði farið í gegnum svipað og ég. Mér fannst nálgunin hennar algjörlega fráleit en ég hafði engu að tapa svo ég lét slag standa.

Síðan þá hef ég verið algjörlega frjáls í kringum sykur, og í raun allan mat.

Ýmindaðu þér hvernig líf þitt væri ef þú myndir upplifa það sama og ég?

Það er til svo mikils að vinna, þú munt upplifa

 

Að geta átt nammi uppí skáp án þess að vera með þráhyggju út í að klára það

 

Að geta notuð þess að borða nammi án þess að fá samviskubit

 

Að nammi verður minna spennandi og ekki lengur aðal punkturinn í þínu lífi

 

Það mikilvægasta. Skilning á því hversvegna þér líður eins og sykurfíkli.

 

Heyrðu frá öðrum sem hafa unnið með mér..

"Þegar ég skráði mig á námskeiðið var ég mest hrædd um að þetta yrði eins og önnur námskeið sem ég hef farið á. Byrjar með háleitum markmiðum sem endast ekki.
-
En þetta námskeið kom mér svo sannarlega á óvart! Svo mikil virðing. Virðing í öllu sem að kemur frá Ásdísi og hún hjálpar okkur að læra að bera virðingu fyrir okkar eigin líkama. Ég held að það sé lykillinn að finna réttan hvata fyrir öllu sem við gerum í lífinu og þetta námskeið hjálpar klárlega með það.
-
Takk fyrir mig elsku Ásdís, þú veist ekki hvað þetta námskeið hefur gert mikið fyrir mig!"

-Bjarklind Björk

"Þetta námskeið er að fara fram úr mínum björtustu vonum!
Er svo glöð að hafa farið í þetta prógram🤍Viðurkenni að ég var mjög efins að mér myndi einhvertíman líða svona gagnvart mat eða líkamanum mínum. 😭
Ég óska þess að allar konur komi til þín því þetta er án efa sú besta fjárfesting sem ég hef gefið sjálfri mér"

-Anna Þorláksd

ÉG KYNNI

Mini netnámskeið sem hjálpar konum á aldrinum 25-45 að losna undan þessari yfirþyrmandi sykurlöngun

Hjálpar konum sem finnast þær fastar í vítahring, konum sem vilja losna undan niðurrifi og konum sem vilja lifa lífi í sátt og samlyndi við mat og sykur

Farðu eftir 4 skrefa formúlunni

 

Semjum frið - við okkur sjálf, við mat, við vigtina

 

Nærðu þig - hvað triggerar tilfinninguna sem líkist sykurfíkn?

 

Virðing - hvað á þinn líkami skilið? Hvað vill hann?

 

Sjálfstraust - hvernig þú öðlast sjálfstraust til þess að byggja upp nýjar venjur á raunhæfan hátt

 

Námskeiðið inniheldur fyrirlestra og verkefni sem hjálpa þér að ná settu markmiði - skref fyrir skref

Málið er að..

 

Þú þarft ekki að hætta að borða sykur

 

Sykur er ekki fíkniefni. Rannsóknir sem sýna að mýs sækja frekar í sykur en kókaín hafa aðrar dýpri ástæður að baki sem þú munt komast að.

 

Þú þarft ekki að fara á djúskúr til þess að "hreinsa" kerfið. Þú hefur líffæri sem eru ætluð akkúrat til þess.

 

Þegar þú skráir þig á mini-netnámskeiðið færð þú

 

4 fyrirlestra um 4.skrefa formúluna

Þú getur horft á fyrirlestrana hvenær sem þér sýnist inn á þínu membership svæði. Alveg sama hvort þú ákveður að gera það núna eða eftir hálft ár, þeir verða á sínum stað.

Fyrirlestrarnir eru frábær leið fyrir þig til þess að fræðast um þessa nýju nálgun, þú getur líka bara hlustað á meðan að þú sinnir öðru og slegið tvær flugur í einu höggi.

Verkefni fyrir hvert skref

Þú prentar þín verkefni út og vinnur þau eftir hvern fyrirlestur. Þau hjálpa þér að læra inn á sjálfan þig og þína hegðun.

Verkefnin hjálpa þér að framkvæma það sem þú hefur lært. Það er frábært að læra nýja hluti en ef við framkvæmum ekki og innleiðum nýja vitneskju í daglegt líf þá erum við fljót að gleyma.

Lokuð grúppa

Á grúppunni getur þú leitað styrk til annara kvenna á sama ferðalagi og þú. Það er mikill máttur fólginn í því.

Á grúppunni getur þú líka leitað til m

Fyrir hvern er þetta mini-net námskeið?

Konur í stöðugu niðurrifi

  • Þú lærir hversvegna það er ekki þín sök að þetta hefur gengið illa hingað til
  • Þú lærir hversvegna niðurrif mun ekki leysa neinn vanda
  •  

Króníska "dieters"

Þú ert kannski alltaf á leiðinni í nýtt "átak", ætlar að massa sykurlausa lífsstílinn og gera þetta loksins með stæl. Þú lærir hversvegna þessi vítahringur heldur þér fastri í "sykurfíkninni" og hvernig þú getur losnað.

Konur sem taka nammi- átköst

Ætlar þú bara að "fá þér eitt" en endar með því að borða allan kassann og líða illa í maganum?

Þú lærir hversvegna þér líður eins og þú hafir enga stjórn, og hvernig þú nærð tökum á þessari tilfinningu.

Þú færð aðgang að membership svæði sem leiðir þig í gegnum þessi skref. Þú hefur aðgang að því ævilangt. Verkefnin sem fylgja er auðvelt að prenta út og vinna þegar tími gefst.

Ertu forvitin að vita meira um mini-netnámskeiðið?

Með 4 skrefa formúluna að vopni munt þú læra

Semjum frið. Við okkur, við sykur, við mat.

Hvað meina ég með því?
Jú, við erum alltaf í stríði. Stríði við okkur sjálf því okkur finnst eins og við höfum
enga sjálfstjórn. Stríði við mat og sykur því okkur líður eins og við þjáumst af
sjúklegri sykurfíkn

Í þessu fyrsta skrefi lærir þú hvernig líkaminn bregst við því þegar við neitum
honum um mat (þar með talið sykur).
Hversvegna þér líður eins og þú sért sykurfíkill
Og hvað fyrsta skrefið er í áttina að frelsi í kringum sykraðan mat

Nærðu þig - hvernig bregst líkaminn við?

Hvernig ertu að næra þig í dag?
Ert þú í tengingu við hungur og seddu boð
heilans? Eða borðar þú eftir klukku, matarplani,
kaloríum eða öðru?
Ertu að borða nóg?
Það eru margrir þættir sem þarf að skoða og
ástæðan fyrir þinni "sykurfíkn" gæti verið vegna
einhverra þessara þátta

Þetta skref hjálpar þér að skoða þitt
næringarmynstur eins og það er hér og nú og
hvað mætti betur fara.
Þú lærir hversvegna svarið er ekki endilega að
banna allan sykur heldur læra að hlusta á
hungur og seddu boð líkamans, finna bragðið,
læra inn á þína bragðlauka og sjá þetta fra öðru
sjónarhorn

Virðing - hvað á þinn líkami skilið?

Hvernig kemur þú fram við þinn líkama?
Hvernig talar þú til þín?
Hvað hugsar þú í kringum mat?
Er alltaf rödd innra með þér sem segir þér hvað er
"rétt" og hvað er "rangt" að borða?
Finnst þér þú vera að haga þér "vel" þegar þú
borðar salat en "illa" þegar þú dettur í kexskúffuna?

Það hefur ekki virkað hingað til að berja þig áfram
með niðurrifi og samanburði við aðra. Í þessu skrefi
ætlum við að læra að bera virðingu fyrir okkur
sjálfum og líkama okkar. Hvernig við tökum til á
samfélagsmiðlunum okkar svo við séum stöðugt
með jákvætt og uppbyggjandi efni fyrir augunum
en ekki einstaklinga sem okkur finnst draga úr
okkur.
Við ætlum að læra að taka skrefið að aukinni
virðingu og sjá hvernig það hefur áhrif á
"sykurfíknina"

Sjálfstraust

Við ætlum að taka stórt síðasta skref og .læra
hvernig við öðlumst sjálfstraust til breytinga.
Hvernig við öðlumst sjálfstraust til að setja okkur
upp raunhæft system sem færir okkur nær
okkar markmiðum.
Lykillinn að árangri eru litlar breytingar sem við
kannski finnum ekki mikið fyrir, en við höldum
þær út og fyrr en varir safnast þær saman í
stórar frábærar breytingar!

BÓNUSAR - fylgja frítt með skráningum í takmarkaðan tíma

Útprentanlegt vikuskipulag

Það er ótrúlega mikilvægt að vera skipulagður, a.m.k upp að ákveðnu marki. Þú getur skipulagt þinn tíma fyrir námskeiðið með þessu fallega útprentanlega vikuskipulagi

Útprentanlegur "Habit-tracker"

Fallegt skjal sem auðvelt er að prenta út og fylgjast með nýjum venjum sem þú ætlar að temja þér.

Þú skrifar venjuna vinstra megin og merkir svo við í boxin hægra megin eftir dögum hvort þú hafir fylg

5 daga áskorun

Áskorun sem inniheldur fyrirlestra og verkefni sem hjálpa þér að öðlast frelsi í kringum allan mat og efla jákvæða líkamsímynd.

Þessi áskorun er einföld, skemmtileg og hefur slegið í gegn með

00
:
00
:
00
:
00