Nýttu kynningartilboðið á meðan færi gefst. Aðeins 9.900.- á mánuði!

Mig langar að byrja á því að gefa þér gjöf

Þessi gjöf krefst engrar skuldbindingar. Mig langar að gefa þér innsýn inn í mína vinnu og það hugarfar sem ég hef tamið mér í lífi og starfi. Afhverju erum við að flosna upp úr hreyfingar rútínunni? Afhverju erum við alltaf að "taka okkur á" með tilheyrandi niðurrifi og sveiflukenndum "árangri" ?

Smelltu á linkinn hér að neðan og náðu í þína gjöf

Lítill tími, uppgjöf, "allt eða ekkert"

Þú vilt koma hreyfingu í rútínu en þú gefst upp vegna tímaskorts, óþolinmæði eða leiða.

Vá hvað ég þekki það!

Það er stór misskilningur að það þurfi að hamast í ræktinni í klukkutíma 6x í viku til þess að bæta heilsu, kraft og þol.

 Það er eitt stórt vandamál

Þú sérð æfingakerfi út um allt sem lofa þér hinum ótrúlegustu niðurstöðum

"Fáðu flatan maga á 6 vikum"

Þetta er ekkert annað en svik og brotin loforð

Allstaðar ert þú peppuð til þess að hreyfa þig svo þú breytir þér útlitslega, þegar að þú svo sérð engann útlitslegan árangur eftir nokkrar vikur þá dregur það úr þér og þú hættir, gefst upp.

Því hvatinn fyrir hreyfingunni var ekki nægilega djúpstæður

En þig langar svo í þennan flata maga, samfélagið selur þér þá hugmynd að til þess að þú getir öðlast sjálfstraust þá þurfir þú flatann kvið

 

Þú hefur eytt fullt af peningum í allskonar leiðir

Þú skilur ekki hversvegna ÞÉR tekst þetta ekki, afhverju þú getur ekki bara mætt og tekið æfingu.

Hefur þú kannski velt fyrir þér hvort þú sért bara svona löt með engan viljastyrk?

Það er mikið á þinni könnu, þétt dagskrá og þú veist ekki hvar þú ættir að finna tíma fyrir æfingu.

Ég var einu sinni þarna

Eina markmiðið var að brenna sem flestum kaloríum. Ég fór annaðhvort á langa æfingu eða sleppti því. Það varð til þess að ég missti stundum lengi úr hreyfingu.

Þá byrjaði ég að lesa mér til og áttaði mig á því að til þess að vera við góða heilsu, bæta styrk og þol þá þarf ekki þessa ákefð og þennan tíma á hverjum degi.

Ég gerði raunhæfar kröfur til mín og í fyrsta sinn á ævinni er hreyfing ekki kvöð, heldur partur af lífinu á ánægjulegan hátt.

Og nú vil ég hjálpa þér að gera það sama

Ásdís Inga
Eigandi Break the Circle ehf

Hæ! Ég heiti Ásdís

Frá því ég var mjög ung hef ég átt óheilbrigt samband við mat og hreyfingu.

Ég byrjaði mjög ung í megrun og ólst upp við þau skilaboð að líkaminn minn væri of stór.

Ég ólst líka upp í samfélagi sem sagði mér að fita þýddi óheilbrigði.

Þegar maður elst upp við þessi skilaboð fer maður út í lífið með brotna sjálfsmynd og það var kveikjan að minni sjálfspíningu í hreyfingu.

Ég hef eytt klukkutímunum saman á hlaupabretti sem mér finnst drep leiðinlegt bara vegna þess að þjálfari sagði mér að gera það, til þess að "brenna af mér fitunni".

Mín saga endaði ekki vel, ég þróaði með mér búlimíu. Það var lán í óláni, ég sigraðist á búlimíunni og stofnaði Break the Circle þar sem ég hjálpa konum að stíga út úr "diet culture" og þróa með sér heilbrigt samband við mat og jákvæða líkamsímynd. Mér fannst eitthvað vanta, mér fannst ég þurfa að nota mína reynslu til þess að hjálpa konum á öllum sviðum. Og þessvegna stofnaði ég Break the Cirlce ActiveRebels!

Ég er einkaþjálfari og hóptímakennari, móðir og unnusta. En umfram allt, kona sem vill hjálpa öðrum konum að lifa sínu besta lífi.

Hvað einkennir ActiveRebels?

Til þess að vera partur af ActiveRebels þarf að fara eftir reglum

Þessar reglur eru mjög mikilvægar

1) Allt niðurrif er bannað. Að "missa úr æfingu" eru ekki mistök.

2) Þú verður að hlusta á þinn líkama

3) Æfing er aldrei refsing fyrir það sem við borðuðum

Ég kynni, ActiveRebels!

Fyrir allar konur sem vilja gera hreyfingu að rútínu á raunhæfan og skemmtilegan hátt

9.900 kr.- á mánuði í 3 mánuði

30 mínútna æfingar 5x í viku

Æfingin birtist þér í appi sem sýnir þér hverja æfingu fyrir sig með myndbandi

Lokuð grúppa fyrir team ActiveRebels

Vefbók með verkefnum og upplýsingum

Góðar fréttir, þú getur byrjað strax!

 

 

ActiveRebels..

Hætta niðurrifi

Njóta þess að æfa

Velja á milli æfingu dagsins, göngutúrs eða heimilisþrifa (já þrif getur svo sannarlega verið hreyfing dagsins!)

Heilsa kemur ekki í einni stærð

Hversu mikilvægt það er að hreyfa sig fyrir aðrar ástæður en útlitið

Hvað þú getur fengið mikið út úr aðeins 30 mínútum

 

 

 

Afhverju þetta nafn?

Team ActiveRebels brjóta staðalímyndina um heilbrigði. Konur sem tilheyra okkar hópi eru í öllum stærðum og gerðum og hreyfa sig til þess að líða vel, vera við betri heilsu, fá aukið þol og bæta styrk.

Við erum í uppreisn gegn diet culture sem segir okkur að við eigum að keppast að því að vera allar í sama mótinu.

 

Málið er að..

Okkur er sagt að við verðum að vera grönn til þess að vera heilbrigð

Okkur er sagt að feitir séu latir og skorti viljastyrk

Okkur er sagt að fara í megrun

Okkur er sagt að borða minna, æfa meira

Svo auðvitað flykkjumst við öll á næsta kúr, næsta "æfingaplan" eða hvað sem er - sem lofar þyngdartapi

 

Heilsa er ekki ein stærð

Er til betri business leið en að selja þér eitthvað sem lofar árangri sem er ekki raunhæfur? Til þess eins að þú komir alltaf aftur og aftur til baka?

Mjög sniðug business leið, en enganvegin góð leið fyrir þig!

Þegar þú "joinar" ActiveRebels..

Mun þér berast tölvupóstur með öllum upplýsingum

Í tölvupóstinum sérð þú allar upplýsingar um áframhaldið ásamt því að fá link á grúppuna

Í grúppunni er svo hægt að hlaða niður upplýsingabókinni sem fylgir.

ATH! Nýtt tímabil hefst á hverjum mánudegi. Ef þú skráir þig á fimmtudegi kemur fyrsta æfing inn á mánudeginum.


Upphafið

Mig langar aðeins að segja ykkur frá því hvers vegna ég byrjaði með þetta verkefni.
Ég hef sjálf verið í þeirri stöðu að geta æft 6x í viku mjög erfiðar æfingar (crossfit) og alveg haft tíma til þess OG elskað það, því mér finnst ótrúlega skemmtilegt að hreyfa mig.
HINSVEGAR hefur líf mitt breyst á ótrúlega marga vegu, ég er ekki lengur að vinna full time sem einkaþjálfari eins og ég gerði svo að ég er ekki í líkamsræktarsal allan daginn. Ég er í námi, með tvö börn og að byggja upp fyrirtæki.
En ég var samt með sömu kröfur á mig, afhverju vaknaði ég ekki bara kl 6 og æfði?
Þessar kröfur og væntingar búa til svo mikla streitu, kvíða og vanlíðan. Það þarf ekki að æfa crossfit 6x í viku til þess að vera "healthy". Það er meira að segja bara aðeins of mikið álag á líkamann ef þú spyrð mig, svona eftirá að hyggja.
Maður á það svo oft til að bera sig saman við aðra, sjá allskonar fólk á instagram sem er alltaf að æfa. En hvernig lífi lifir það fólk? Kannski lífi sem býður upp á þetta.
"Það geta allir fundið tíma" er líka setning sem ég heyrði svo ótrulega oft. En lífið er bara þannig að það er bara stundum mjög erfitt að finna tíma fyrir langar æfingar oft í viku.
Hreyfing gerir okkur ótrúlega gott bæði líkamlega og andlega, en hreyfing er ekki bara að hamast í ræktinni. Og þessvegna ákvað ég að fara af stað með þetta consept. Svo að konur gætu fundið dampinn í aktívum lífsstíl án þess að vera í niðurrifi.
Suma daga er hreyfingin "æfing", aðra daga er hreyfingin göngutúr, þrif heima, leikur við börnin eða annað.
Og þetta TELUR!
Það er gott að spyrja sig, hvar heldur þú að þú verðir eftir ár ef þú fylgir þessari áætlun. 30 mín hreyfing á dag, sama í hvernig formi.
EÐA
Ef þú setur á þig óraunhæfar kröfur, flosnar upp úr því og tekur kannski langar pásur inn á milli.
Ég vil leyfa mér að fullyrða að við verðum á betri stað eftir ár ef við gerum það fyrrnefnda. A.m.k klárlega fyrir mig.