• Heim
  • Instagram
  • Freebies

5 einfaldar leiðir að hugarfarsbreytingu

Ég er búin að vera í þessum "bransa" í góðan tíma, og það er eitt sem ég sé gerast aftur og aftur:

FYRIRTÆKI AÐ BJÓÐA "TÖFRA LAUSN"

Í þessum heilsu bransa, og í rauninni á öllum öðrum sviðum líka þá munt þú alltaf finna einstaklinga EÐA fyrirtæki sem eru að selja sína þjónustu eða vöru eða HVAÐ sem er.. sem *LEYNI* töfra formúluna að árangri

 

Þetta virkar bara ekki svoleiðis og ég er orðin frekar leið á því að sjá þetta

 

Það sem þau gleyma alveg að segja þér er að hugarfarsbreyting gerist ekki á einni nóttu. Engin vara eða þjónusta getur gert það fyrir þig.

 

Það þarf ákveðna blöndu af þekkingu, leiðsögn, tíma, elju og ráðleggingum frá öðrum sem eru búnir að fara þessa sömu leið.

 

Að vilja öðlast heilbrigt samband við mat og vera laus frá diet/binge vítahringnum er ekki árangur sem gerist strax, sama dag og þú byrjar í einhverju prógrammi. Þetta snýst um að fá þekkinguna og þá leiðsögn sem þú þarft til þess að öðlast heilbrigt samband við mat og vigtina á árangursríkan hátt, með hjálp einhvers sem þekkir vel inná málið og hefur gengið þennan veg sjálfur.

 

Ekki einhvern sem er að reyna að svindla á þér

 


Skref 1

Þú ert að koma frá einhverjum stað sem er ólíkur öllum öðrum þess vegna er þitt ferðalag alltaf persónulegt - fyrsta skrefið er að ganga algjörlega úr skugga um að þú sért að næra þig nóg.  Ef þú nærist ekki nóg þá triggerar það þráhyggjuna.


Skref 2

Katherine Hansen höfundur bókarinnar Brain over Binge, sem hjálpaði mér mikið á sínum tíma segir frá svo ótrúlega mögnuðu en einföldu verkfæri til þess að vinna bug á diet/binge vítahringnum. Ef skref 1 er í lagi - en þú færð samt tilfinningu um að binge-a þá hunsar þú tilfinninguna. Ég veit, hljómar eins og ógjörningur í huga binge-arans EN þetta er lang erfiðast fyrst. Þeim mun oftar sem þú nærð að hunsa binge tilfinninguna ( ég endurtek, ekki hægt ef þú ert ekki að borða NÓG af mat) missir hún kraftinn og það sem áður var öskur verður allt í einu bara hvísl. Mæli með að hlusta á podcastið hennar Brain over Binge (allra fyrstu þættina)


Skref 3

Hraðahindrunin okkar er oftast þessi hræðsla við að þyngjast - og til þess að losna undan því er ótrúlega mikilvægt skref að fræða sig um það hvernig líkaminn okkar virkar. Líkaminn okkar hefur ákveðinn þyngdarskala þar sem hann er í jafnvægi og vill halda sér í (jafnvægisþyngd eða weight set point). En það er sú þyngd sem líkami þinn viðheldur þegar þú hlustar og bregst við þegar líkaminn þinn sendir þér hungur og seddu boð, þyngdin sem þú viðheldur þegar þú ert ekki föst í diet/binge vítahring.  Ég fer djúpt í þetta á Masterclass námskeiðinu mínu og þar getur þú tekið einskonar "próf" til að áætla hvar þú ert stödd varðandi þína jafnvægisþyngd.

Skref 4 

Áttaðu þig á þínum kjarnahugsunum, en það eru hugsanir og trúr um okkur sjálf frá kjallara hugans. Hvað atburðir áttu sér stað í þinni æsku, hvaða orð voru sögð sem hafa áhrif á hegðun þína í kringum mat? Hvernig var komið fram við og talað um mat á þínu heimili?

Þegar við áttum okkur á kjarnahugsunum okkar getum við séð í betra ljósi hvaða hugsanir eru raunverulegar og hverjar eru rótgrónar kjarnahugsanir sem eiga kannski ekki við nein rök að styðjast

Skref 5

Minntu þig á að ferðalagið er stöðugt flæði, en ekki endastöð. Þú munt eiga misjafna daga en þá er gott að eiga góða verkfærakistu til þess að grípa í. Ég fer djúpt í öll þessi atriði og heilan helling í viðbót á Masterclass (næsta launch hefst 16.nóvember).


Þetta er ekki allt eða ekkert ferðalag, þú mátt byrja að innleiða eitthvað eitt og sjá hvernig þér líkar. Ef þér líka það alls ekki þá hættir þú bara. En mundu, þetta er ferðalag sem tekur tíma og gerist ekki á einni nóttu, því myndi ég aldrei reyna að ljúga að þér.


En þetta er besta ferðalag sem ég hef nokkurtíman lagt upp í


Meira um Masterclass
Freebies

Ásdís Inga

November 05, 2020